Vorskóli fyrir nýnema

Undanfarna þrjá skóladaga hafa væntanlegir nýnemar við Sunnulækjarskóla verið að kynna sér skólann. 

Föstudaginn 8. apríl komu þeir og hittu skólastjórnendur og skoðuðu húsakynnin og aðstöðuna sem þeim verður búin.  Mánudag og þriðjudag komu þeir svo og hittu kennara og unnu ýmis verkefni sem tengjast væntanlegri skólagöngu næsta haust.

Við bjóðum nýnemana velkomna í Sunnulækjarskóla.