Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi

Verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi fór fram föstudaginn 25. mars sl. á Skólaskrifstofu Suðurlands.

Sjö keppendur tóku þátt fyrir hönd Sunnulækjarskóla og náið einn af fulltrúum 9. bekkjar verðlaunasæti.

Það var Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir sem hreppti 2. sætið í flokki níundu bekkinga.

Við óskum Guðbjörgu til hamingju með árangurinn.