10. bekkur tínir rusl

Í gær fóru nemendur 10. bekkjar Sunnulækjarskóla út að tína rusl í bænum. 

Þeir tíndu rusl meðfram nokkrum götum á Selfossi og af nógu var að taka.  Framtakið er hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalagið sem foreldratenglar í 10. bekk skipuleggja.  Árborg greiðir nemendum fyrir verkið og rennur peningurinn í útskriftarferð hópsins í vor.

.