Útikennsla í heimilisfræði

María Maronsdóttir heimilisfræðikennari hefur mikinn áhuga á því að vera með útikennslu í heimilisfræði og hefur sótt námsskeið í útieldun.

Sunnulækjarskóli fékk í dag afhenta glæsilega útieldunargrind frá fimm nemendum skólans. Við þökkum Kötlu Sif, Ingu Jónu, Söru, Styrmi og Guðrúnu Ástu kærlega fyrir þessa gjöf sem afi þeirra Sigurður Grímsson smíðaði.

Útieldunargrindin mun gefa okkur mikla möguleika til þess að auka fjölbreytileika í heimilisfræðikennslu og allri útikennslu.