Rois et Reins – Princes et Princesses de France

11 nemendur tóku þátt í frönskunámskeiði fyrir tvítyngd börn í vetur. Auk æfinga í lestri, málfræði og ritun vann hópurinn með þema: Konungar og drottningar – prinsar og prinsessur

Fyrir elstu nemana var áherslan lögð á sögu konunga Frakklands frá 847 til 1453.  Í lok vetrar setti hópurinn upp sýningu á bókasafninu. Á sýningunni má sjá mismunandi verkefni sem tengjast þessu efni, m.a. bækur, lög, teikningar, fyrirlestra, hugarkort og leiki.

Einnig var unnið markvisst með leiktjáningu : æfingar með látbragð (tilfinningar og persónur), tungubrjóta og skuggaleikhús. Nú er hópurinn að æfa lokaleikrit.