Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Listasafn Árnesinga í dag og skoðuðu sýninguna ,,Hafið kemst vel af án okkar“. Sýningin er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs. Á sýningunni er miðlað ferðalagi ofan í og óþekkt undirdjúpin – þar sem við syndum á meðal hákarla, plantna, svifa og annarra framandi tegunda, auk plasts, sem er ný en ekki óþekkt tegund. 4.bekkur mun í vetur vinna verkefni tengd hafinu. Nemendur stóðu sig með prýði og höfðu gaman af.