Sunnudaginn 17. október nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri. Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 8 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 og kostar allt námsskeiðið 4000 kr.
Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894-1275 eða sendið tölvupóst á netfangið fischersetur@gmail.com