Dugnaðarforkar í 2.bekk hreinsa rusl

Það voru flottir dugnaðarforkar í 2.bekk sem fóru um skólalóðina í morgun í umhverfismenntasmiðju og týndu 14 fulla poka af rusli. Nemendurnir voru stoltir af verkinu sínu enda skólalóðin hrein og fín eftir störf þeirra.