5. bekkur tínir rusl

Í morgun fór 5. MSG út að tína rusl á skólalóðinni. Eins og meðfylgjandi myndir sýna höfðu þau heilmikið upp úr krafsinu. Þau afhentu Hadda húsverði svo ruslið með virktum. 

Í lok tímans fóru þau svo í  leiki en nokkrir kusu þó að halda áfram að tína rusl og að lokum varð að skipa þeim að fara heim  þegar skóla lauk, sem sýnir að þau höfðu mjög gaman af og þetta var engin kvöð.