7 keppendur áfram í skólaþríþraut FRÍ

Sunnulækjarskóli tók þátt í undankeppni skólaþríþrautar FRÍ í vetur.

Í skólaþríþraut er mældur árangur barna í 6. og 7. bekk í 100 m spretthlaupi, hástökki og kúluvarpi.
70 krakkar víðsvegar af landinu hafa verið valin í úrslitakeppnina sem fram fer í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. maí. Sunnulækjarskóli á 7 fulltrúa af báðum kynjum bæði úr 6. og 7. bekk sem er virkilega góður árangur.

Í úrslitakeppninni spreyta krakkarnir sig í 60 m spretthlaupi, hástökki og kúluvarpi. Keppt verður í stigakeppni þríþrautar í hverjum flokki, einstaklingsgreinum og síðan verður þremur stigahæstu skólunum/skólaumdæmum veitt sérstök verðlaun.  Einnig verður keppt í  boðhlaupi milli skóla/héraða í lokin.  Sunnulækjarskóli óskar krökkunum góðs gengis.