Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkina

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti okkur í apríl og hélt fyrirlestur fyrir 10.bekkina sem bar yfirskriftina „Eltu drauminn þinn“.  Hann ræddi m.a. við þau um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.   Þorgrímur náði vel til krakkanna og voru allir mjög ánægðir með það sem hann hafði fram að færa.

Hann gaf sér líka tíma til að spjalla við 8.bekkina þar sem þau voru að ljúka við að lesa bókina hans Tár bros og takkaskórí bókmenntum.