Miðvikudaginn 27.október fengu nemendur í 1.bekk afhent endurskinsvesti frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Auk þess kíktu tveir lögregluþjónar í heimsókn, spjölluðu við nemendur um mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og að vera sýnileg með endurskin þegar fer að rökkva. Greinilegt var að börnin höfðu mikla ánægju af heimsókninni og gleðin og einbeitingin sést í hverju andliti.