Selfossi, 7. maí 2014
Íþróttadagur 9. maí
Kæru foreldrar og forráðamenn
Föstudaginn 9. maí verður íþróttadagur hér í Sunnulækjarskóla. Við ætlum að brjóta upp hefðbundinn skóladag með því að leysa alls konar þrautir og taka þátt í Brennókeppni. Nemendum í 1.– 4. bekk er blandað saman í hópa þar sem þeir fara á milli þrautastöðva með liðstjóra en nemendur í 5. – 10. bekk fara í bekkjum á milli stöðvanna.
Skóli hefst kl. 8:10 eins og venjulega en nemendur ljúka sínum degi á mismunandi tímum.
1. – 2. bekkur kl. 13:00 og 3. – 4. bekkur kl. 12:50.
5. – 7. bekk kl. 11:50 og 8. – 10. bekkur kl. 12:35.
Við viljum minna á að nemendur komi í þægilegum fatnaði sem gott er að hreyfa sig í og hafi með sér nesti. Við ætlum að hafa það gaman saman þennan dag við að leysa alls konar þrautir og taka þátt í Brennókeppni.
Kveðja,
Birgir