Krakkarnir í Boltalausum íþróttum fóru í vikunni í heimsókn í Lifandi hús. Þar tók Helga á móti okkur og fengu krakkarnir kynningartíma í Foam flex. Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem notast er við rúllur og nuddbolta. Unnið er á vöðvum, bandvef, ásamt iljanuddi og átaksteygjum. Það voru margir aumir punktar sem voru nuddaðir og höfðu krakkarnir bæði gagn og gaman af. Við þökkum Helgu fyrir að taka á móti okkur.