Í dag er 8. nóvember dagur sem er helgaður baráttu gegn einelti. Í Sunnulækjarskóla hófum við daginn með vinasöngstund. Þá sækja vinir í eldri bekkjum vini sína í yngri bekkjum og fara með þeim fram í Fjallasal. Þegar þangað er komið setjast allir saman í tröllatröppurnar og syngja saman nokkur lög.
Í dag fjölluðu textarninr allir um gildi vináttunnar. Í lokin lék svo hópur flautuleikara úr 4. bekk fyrir okkur eitt lag.
Síðar í dag eða næstu daga munu kennarar taka eineltisyfirlýsingu Sunnulækjarskóla til umfjöllunar í öllum bekkjum.
Þar segir meðal annars:
Nemendur og starfsmenn í Sunnulækjarskóla eru sammála
um að einelti megi ekki eiga sér stað í okkar hópi.
Við erum sammála um að komi það fyrir munum við gera allt
sem í okkar valdi stendur til að stöðva það strax og koma í
veg fyrir að það geti endurtekið sig.