Fræðslufundur í Fjallasal

Mánudagskvöldið 14. nóvember bauð Samborg, samtök foreldrafélaga í Árborg, foreldrum á kakófund í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Kakófundir og Súpufundir eru það form fræðslufunda sem best hefur gefist í sveitarfélaginu en þá er fenginn fyrirlesari til að fjalla um tiltekið efni en í fundarhléi er boðið upp á veitingar og að þeim loknum er spjallað og spurt.

Á fræðslufundinum flutti Sólveig Norðfjörð sálfræðingur, áhugavert erindi um samskipti við börn og unglinga. Sólveig varpaði ljósi á fjölmarga fleti sem tengjast mismunandi aldri og einstaklingsmun og benti á mögulegar leiðir til uppbyggilegar samskipta um leið og hún varaði við algengum mistökum sem við öll gerum í erli dagsins.

Fundurinn var afar vel sóttur og þökkum við foreldrum góðar undirtektir við fræðslufundum sem haldnir eru á þessum vettvangi.

20161114_202037 20161114_202127 20161114_201942

Glærur af fundinum má nálgast hér!