Góðgerðarvika í Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku kláruðum við góðgerðarviku, í ár bökuðu allir hópar smákökur í heimilisfræði og í textíl perluðu þau jólatrésskraut sem við fengum uppskriftir af hér https://www.facebook.com/Hama-Perlur-167741903254357/

Þegar við vorum búin að baka þá pökkuðum við kökkunum inn og skreyttum hvern poka með jólaperli.

Við buðum svo fólki frá Vinaminni að eiga með okkur notalega stund. Einn strákahópur úr 8. bekk tók á móti fólkinu og bauð þeim upp á kaffi, kakó og smákökur. Síðan fengu þeir sem vildu leiðsögn um skólann.

Ekki mátti á milli sjá hvorir voru spenntari yfir þessum hitting strákarnir eða fólkið frá Vinaminni.  Gleðin skein úr hverju andliti og kynslóðirnar sátu og spjölluðu saman.

Við kvöddum svo gestina með fullum kassa af smákökum .

 

godgerd03 godgerd02cgodgerd01.