Nemendur í 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla unnu til fyrstu verðlauna í myndbandakeppni starfamessunnar 2017 sem haldin var 14. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemendur gerðu tvö myndbönd þar sem þeir kynntu störf matreiðslumannsins og rafvirkjans sem og námið að baki störfunum.
Starfamessan miðar að því að kynna nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum á Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina. Fyrirtæki í landshlutanum kynntu störf sín en starfamessan var í alla staði glæsileg enda um fjölbreytt störf og fyrirtæki að ræða.
Nemendur leituðu ýmissa upplýsinga um nám og störf í ratleik sem leiddi þá um stafamessuna og var ekki annað að sjá en allir hefðu gagn og gaman af. Samtök sunnlenskra sveitafélaga og ATORKA, samtök atvinnurekenda á Suðurlandi koma að verkefninu ásamt Háskólasamfélagi Suðurlands. Þetta samstarf er vel til þess fallið að tengja saman atvinnulíf og skóla.