Fræðslufundur SAFT fyrir foreldra nemenda í 5. og 6. bekk verður í Sunnulækjarskóla kl. 17:30 – 19:00 í kvöld, þriðjudag 16. maí.
Í erindinu verður farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá foreldrar fræðslu um birtingarmyndir rafræns eineltis og alvarlegar afleiðingar óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem bent er á leiðir til að koma netnotkun í jákvæðari farveg. Einnig verður fjallað um ýmsar tæknilegar lausnir, eins og síur, öryggisforrit og fleira.