Miðvikudaginn 20. mars keppti Sunnulækjarskóli í Skólahreysti. Í keppninni sem haldin var að Ásvöllum í Hafnarfirði voru 10 skólar frá suðurlandi. Liðið var skipað Bjarka Breiðfjörð sem keppti í dýfum og upphífingum og Söru Lind sem keppti í armbeygjum og hreystigreip. Sindri Snær og Ása Kristín kepptu í hraðaþraut og Guðmundur Bjarni og Hildur Tanja voru varamenn. Sunnulækjarskóli sigraði í tveimur greinum, upphífingum og hreystigreip.
Liðið stóð sig mjög vel og hafnaði í 4. sæti, aðeins 2 stigum frá því að komast á verðlaunapall. fff