9 GHG í úrslit


9. GHG er kominn í þriggja liða úrslit í norrænu stærðfræðikeppninni BEST ásamt Hagaskóla og Giljaskóla.

Keppnislið skólans er skipað Heklu, Gísla Þór, Dagbjörtu og Þorsteini Þór eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stærðfræðiverkefnið sem þau unni og kynntu fjallar um þá orku sem leysist úr læðingi við jarðarskjálfta og hún borin saman við orku hamborgara.  Þau settu verkefnið fram á marga mismunandi vegu og reiknuðu meðal annars út stærð hamborgara sem og fjölda sem nægði til að jafna orku jarðskjálfta.

Úrslitakeppni á Íslandi fer fram í Háskóla Íslands í dag. 

Við óskum 9. GHG til hamingju með árangurinn og liðinu góðs gengis.