Aðkoma í sýnatöku

Aðkoma að sýnatökunni verður frá Tryggvagötu, til austurs Norðurhóla og inn á bílastæðið við Sunnulækjarskóla. Þegar sýnatöku er lokið er farið út á Norðurhóla með hægri beygju til austurs og inn á Erlurima. Einstefna verður um Norðurhóla til austurs.  

Með þessu næst hringakstur inn og út af bílastæðinu og ætti ekki að verða mikil umferðarteppa. Lögreglan mun sjá um umferðarstjórn á vettvangi.