Vegna Covid sýnatöku á morgun fimmtudag 8. október

Sýnataka vegna Covid-19 mun fara fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 8. október.

Vegna mikils fjölda er tilteknum árgöngum nemenda boðið að koma á tilteknum tímum. Gengið verður inn um aðalinngang íþróttahússins og þaðan rakleitt inn í íþróttasal. Þar þarf að sýna strikamerki. Að lokinni sýnatöku verður gengið út um aðrar dyr á íþróttasal og um neyðarútgang á vesturgafli skólans.

Nemendum er boðið að mæta sem hér segir:
1. bekkur mæti kl. 8:30 – 9:30
4. bekkur mæti kl. 9:30 – 10:30
Nemendur Seturs mæti kl. 10:30 – 12:00

Frá kl. 12:00 – 13:00 er hádegishlé
6. og 7. bekkur mæti kl. 13:00 – 14:00
8. og 9. bekkur mæti kl. 14:00 – 15:00
10. bekkur og starfsmenn skólans mæta kl. 15:00 – 16:00

Við mælumst til þess að aðeins eitt foreldri komi með barninu Ef foreldrar eiga fleiri en eitt barn sem þarf að koma í sýnatöku má koma með bæði börnin á sama tíma.

Allir þurfa að bera grímur.

Ef þú ert með einkenni Covid-19 þá mátt þú ekki koma í þessa sýnatöku heldur þarft að hringja á HSu, fá samtal við hjúkrunarfræðing sem bókar þig í einkennasýnatöku.

Allir þurfa að vera komnir með strikamerki svo hægt sé að taka sýni.