Ævintýralestur

Á vordögum fór bókaútgáfan IÐNÚ af stað með lestrarátak sem var kallað „Ævintýralestur“.  Þar var áhersla lögð á lestur á bókunum „Óvættaför“ og líka öðrum ævintýrabókum.

Nemendur Sunnulækjarskóla voru nokkuð duglegir að taka þátt í átakinu.

Einn nemandi varð hlutskarpastur í þessu átaki og var það Guðmundur Alexander Jónasson í 6. AGS. Hann fékk viðurkenningarskjal og 6 bækur um Óvættaför í verðlaun.