Starfsdagur 27. apríl

Þann 27. apríl n.k. verður haldinn sérstakur símenntunardagur í Sveitarfélaginu Árborg þar sem allir starfsmenn leik- og grunnskóla og Skólaþjónustu Árborgar munu taka þátt.

Þennan dag verður því starfsdagur í Sunnulækjarskóla og nemendur sækja ekki skóla þann dag.

Þar sem starfsfólk Skólavistunarinnar Hóla tekur einnig þátt í deginum verður skólavistunin lokuð á framangreindum starfsdegi og ekki unnt að taka við börnum þann dag.