Árshátíð 8.-10.bekk verður á morgun fimmtudag 15.mars

 

Við ætlum að eiga skemmtilega stund saman, borða góðan mat, skemmta hvert öðru og dansa.  Skólinn opnar kl.18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl.19:00 í Fjallasal.  Eftir borðhald  verður dansað í íþróttahúsinu og lýkur skemmtuninni kl. 23:30. 
Kennarar og starfsfólk skólans sjá um matargerð og að þjóna til borðs.  Á meðan á borðhaldi stendur munu nemendur og kennarar sjá um skemmtiatriði.
Samkvæmt venju verður nemendum í 8.- 10. bekk gefið frí fyrstu tvær kennslustundirnar á föstudeginum 16.mars og mæta þeir þá kl.9:50.

 Með kveðju,
Árshátíðarnefnd.