Árshátíð unglingadeildar

Árshátíð unglingadeildar Sunnulækjarskóla var haldin 25.mars.


Borðhald fór fram í sal skólans sem breytt hafði verið í stórborg með háhýsum.   Dagskrá kvöldsins var þétt skipuð skemmtiatriðum frá nemendum og kennurum. Starfsfólk skólans sá um matreiðslu og þjónaði til borðs. Allir voru saddir og sælir þegar þeir héldu í íþróttahúsið þar sem Dj Óli Geir og Friðrik Dór léku fyrir dansi.