Bíódagar

Miðvikudaginn 2. júní fóru fram Bíódagar á unglingastigi í Sunnulækjarskóla. Bíódagar eru afrakstur af stuttmyndavinnu nemenda í Kviku. Miklill metnaður var lagður í myndirnar og tók sýningin 2 klukkustundir samtals.  Sérstakar þakkir fá Aron Sigþórsson og Daníel Breki Elvarsson nemendur í 9. bekk sem eyddu miklum tíma í að koma þessu öllu saman.

Starfsfólk Bíóhússins var svo elskulegt að leyfa okkur að sýna myndina  hjá þeim og foreldrafélag Sunnulækjarskóla bauð upp á djús og popp. Gleðin skein úr hverju andliti og mikil stemning var þegar vinningshafarnir voru kynntir í  anda Óskarsins.

Nokkur fyrirtæki hér á suðurlandinu styrktu okkur um verðlaun fyrir vinningshafana, td. Kaffi Krús, Pylsuvagninn, GK bakarí, Eldhúsið, Fontana, Dominos, Vor, Motivo og Huppa. Færum við þeim bestu þakkir fyrir.