Skólahreysti

Sunnulækjarskóli mun taka þátt í skólahreysti í fyrsta skipti í ár.

Undankeppnin fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi 25. febrúar.
Skólar af Suðurlandi keppa þar um að komast í aðalkeppnina sem verður í Laugardagshöllinni 29. apríl. Haldin var undankeppni skólanum og margir krakkar tóku þátt. 

Þeir nemendur sem munu keppa fyrir okkar hönd eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Andrea Ýr Guðmundsdóttir, Konráð Elí Sigurgeirsson og Óttar Gunnlaugsson.  Varamenn eru Eva Grímsdóttir og Hilmar Þór Steinarsson.  Þessir krakkar eru þegar byrjaðir að æfa sig og spennandi að sjá hvernig þeim mun ganga.