Covid-19

Ágætu foreldrar

Eins og fram hefur komið greindust Covid-19 smit í okkar hópi í lok síðustu viku.  Um helginu unnu stjórnendur í samráði við smitrakningarteymi við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd þeim viðbrögðum sem við eiga í þessu tilfelli.

Niðurstaðan var að 7 árgangar skólans ásamt nemendum í Sérdeild Suðurlands – Setrinu og nokkur fjöldi starfsmanna þurfti að fara í sóttkví. Allir hlutaðeigandi fengu póst á laugardag þar að lútandi.

Á sjöunda degi sóttkvíar er boðið upp á sýnatöku og munu þeir sem eru í sóttkví fá nánari upplýsingar um framkvæmd hennar í tölvupósti.  Allir sem fá neikvæða niðurstöðu þeirrar sýnatöku geta því lokið sóttkví að því loknu.

Skólahald hjá 2., 3. og 5. bekk skólans er með eðlilegum hætti þessa viku

Svo umfangsmikil aðgerð sem þetta er krefst þess að við tökum öll saman höndum og hjálpum hvert öðru að komast í gegnum verkefnið með samstöðu og lausnarmiðaða hugsun að vopni.

Bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Kveðja,
Birgir