Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu hittust nemendur í 1. bekk og 6. bekk og áttu góða stund saman.  Þessir tveir bekkir eru vinabekkir. Nemendur 6. bekkjar hlustuðu á nemendur í 1. bekk lesa og kvittuðu fyrir lestrinum í þar til gerð kvittanahefti. Þá lásu eldri nemendurnir fyrir þau yngri og svo var spilað og spjallað saman.  Þetta var bæði góð og skemmtileg stund sem nemendurnir áttu saman á degi íslenskrar tungu.

DSC01854 DSC01866 DSC01845