Kakófundur í Sunnulækjarskóla

Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 18:00 ætlar Hermann Jónsson að koma og flytja fyrirlestur á Kakófundi í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Hermann mun meðal annars fjalla um einelti, hlutverk og samstarf foreldra og um það hve mikilvægt það sé að setja sér markmið í uppeldi.  Við hvetjum foreldra barna á öllum aldri til að koma. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn meðan húsrúm leyfir. (Sjá meðfylgandi auglýsingu)