Dagur læsis

Í tilefni af degi læsis 8. september fóru nokkrir nemendur 5. bekkja í heimsókn í leikskólann Goðheima og lásu fyrir börnin þar. Börnin höfðu ákaflega gaman af að fá svona stóra krakka til að lesa fyrir sig og hlustuðu á af mikilli athygli. Voru þau öll til mikillar fyrirmyndar bæði lesendur og leikskólabörn.