Dagur stærðfræðinnar í Sunnulækjarskóla

Í 1. bekk Sunnulækjarskóla snérist dagur stærðfræðinnar um stærðfræðispil og leiki. Nemendur fóru í leiki og spiluðu Löngu vitleysu, Millu og Skrafl.

Þau útbjuggu braut fyrir bíla og reiknuðu út hversu langt bílarnir brunuðu.  Þau bjuggu til spil úr eggjabökkum þar sem tölur eru skrifaðar í hvert hólf og þremur hnöppum kastað og reiknað út hversu mörg stig hver og einn fær.  Þá bjuggu þau til hringi úr garni, settu tölustaf inn í hvern hring og köstuðu svo baunapokum í kapp við aðra og reiknuðu að sjálfsögðu út stig hvers og eins.

Miklill áhugi og gleði ríkti í hópnum og allir voru reynslunni ríkari í lok dags.