Stjörnusjónauki að gjöf

Stjörnufræðivefurinn færði Sunnulækjarskóla stjörnunsjónauka að gjöf nú í vikunni.  Með sjónaukanum fylgdi einnig heimildarmyndin Horft til himins og veglegt tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Við þökkum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og vonum að okkur takist með henni að vekja áhuga nemenda á geimvísindum.