Danssýning í Sunnulækjarskóla

Í dag héldu nemendur 1. til 4. bekkjar veglega danssýningu í Fjallasal Sunnulækjarskóla.  Foreldrum var boðið að koma og fylgjast með sýningunni.  Mæting foreldra var frábær og fylltu þeir hliðarsali, svalir og Skólabrú eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Börnin stóðu sig frábærlega og ánægja skein úr hverju andliti hvort sem dansað var Súperman, Gangnam Style eða hefðbundnara Foxtrot.

Það er danskennari barnanna, Íris Anna Steinarrsdóttir sem á veg og vanda að sýningunni. 

Við þökkum foreldrum góðar undirtektir og skemmtilegan dag.

SAMSUNG  SAMSUNG