Evrópska tungumálavikan

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála.

Við á unglingastigi í Sunnulækjarskóla ákváðum annað árið í röð að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin var í ensku- og dönskutímum einnar viku.

Nemendur gátu valið sér verkefni eftir áhugasviði en öll verkefni höfðu yfirþema sem var þýðingar þetta árið.

Nemendur skiluðu frá sér ótrúlega fjölbreyttum, skemmtilegum, metnaðarfullum og flottum verkefnum sem voru í formi myndbanda, tónlistar, matar, bóka, veggspjalda, kennsluefnis og fleira.