Norræna skólahlaupið

 

 

Þriðjudaginn 5. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla hið árlega Norræna Skólahlaup. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur gátu valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fóru allt frá 1,0 km upp í 2,5 km. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tæku þátt. Stemmingin var góð í blíðviðrinu og var metnaðurinn sérstaklega mikill hjá miðstiginu 5.-7. bekk sem kepptust um að klára sem flesta kílómetra. Það voru yfir 40 nemendur í skólanum sem að hlupu 10 km sem er frábært og hlupu nemendur skólans tæpa 1700 km sem er vel af sér vikið.