Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT

 

Fimmtudaginn 30. janúar fór 7. ÁT og heimsótti nokkra fjölmiðla hér á Selfossi. Heimsóknin er í tengslum við fjölmiðlaverkefni sem bekkurinn er að byrja að vinna.

Bekkurinn heimsótti  Útvarp Suðurland, Sunnlenska og Dagskrána / Prentmet Suðurlands. Nemendur fengu að fræðast um það helsta sem tengist rekstri útvarpsstöðvar og blaðaútgáfu. Þau fengu að láta í sér heyra í beinni útsendingu og prufa að taka upp auglýsingu.

Móttökurnar voru mjög góðar og nemendur voru mjög ánægðir með heimsóknirnar.

Sunnlenska