Flott án fíknar

Sjötíu klúbbfélagar í Flott án fíknar klúbbnum í Sunnulækjarskóla fóru í vorferð 6. maí.

Klúbbstjórinn fær sérstaka viðurkenningu UMFÍ.



Ferðin hófst í Eldsmiðjunni í Reykjavík á pítsahlaðborði, að því búnu var haldið af stað til Reykjanesbæjar þar sem klúbburinn í Akurskóla var heimsóttur og farið var í félagsmiðstöðina Fjörheima sem er staðsett á gamla vallarsvæðinu. Þess má geta að klúbbfélagar söfnuðu fyrir ferðinni með kökubasar, dósasöfnun og styrkjum.

Fyrr um daginn fékk Jóhanna námsráðgjafi og klúbbstjóri Flott án fíknar klúbbsins í Sunnulækjarskóla sérstaka viðurkenningu frá UMFÍ vegna þess frábæra klúbbstarfs sem hún hefur byggt upp á undaförnum tveimur árum.