Námskeið fyrir foreldra í Sunnulækjarskóla


Í síðustu viku var haldið foreldranámskeið um uppeldi til ábyrgðar í Sunnulækjarskóla

Kennarar á námskeiðinu voru Kristín Björk Jóhannsdóttir og Hrund Harðardóttir.  Námskeiðið tókst í alla staði vel og voru bæði foreldrar og fyrirlesarar ánægðir með námskeiðið að því loknu.

Stefnt er að því að áframhald verði á slíkum námskeiðum næsta haust.