Foreldrabréf vegna árshátíðar í 8. – 10. bekk

Kæru foreldrar /forráðamenn!

Nú fer senn að líða að árshátíð unglingadeildarinnar og mikil undirbúningsvinna búin að eiga sér stað á síðustu vikum. Hátíðin er á fimmtudaginn í næstu viku, 31. janúar og opnar húsið kl. 18:30. Krakkarnir hafa verið að skrá sig í matinn en boðið verður upp á kjúkling eða lamb eftir því sem óskað er eftir og svo geta krakkarnir valið um mismunandi drykki með matnum.

Miðaverðið er það saman og í fyrra, 2500 kr. en ákveðið var á nemendaráðsfundi að veita systkinaafslátt í ár og kostar miðinn þá 2000 kr. Kennarar munu ýmist þjóna til borðs eða vera með krökkunum á meðan maturinn og skemmtiatriðin standa yfir en að því loknu fara krakkarnir inn í íþróttahús þar sem spilað verður fyrir dansi þar til yfir líkur kl. 23:30. 

Gefið verðu frí í fyrstu tveimur tímunum á föstudaginn 1. febrúar en svo er hefðbundin kennsla frá kl. 9.50.

Eins og ávalt þegar haldnar eru skemmtanir í skólanum er foreldrum velkomið að mæta til að fylgjast með eða leggja til aðstoð sína við eftirlit og frágang. Gera má ráð fyrir að ballið byrji um kl. 21:30 fyrir þá sem vilja kíkja við.

Við höfum haft af því spurnir að margir krakkar ætli sér að fara í ökuferð með limmosínu um bæinn eftir ballið. Við höfum hvatt krakkana til að láta ekki verða af þessu og teljum mjög óheppilegt að lengja kvöldið með þessum hætti þar sem dansleikurinn er með lengra móti. Samkvæmt barnaverndarlögum lýkur  útivistartíma barna kl. 22:00 með þeirri undantekningu að þau séu á á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Kveðja,
stjórnendur