100 daga hátíð

2. bekkur er búinn að telja dagana sem liðnir eru frá upphafi skólaárs. Í síðustu viku rann hundraðasti skóladagurinn upp og í tilefni þess gerðum við ýmis verkefni í sambandi við töluna 100. Nemendur komu með 100 hluti af einhverju að heima t.d. 100 rúsínur, 100 cheerios og þess háttar.

Allir nutu dagsins og hafa nú góða tilfinningu fyrir því hve mikið eitt hundrað af einhverju er.