Foreldradagur, 12. október

Miðvikudaginn 12. október er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal.

Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu.

Efni viðtalanna:

  • Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans.
  • Áhugamál og tómstundir, er hægt að tengja það við námið, félagslega stöðu.
  • Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin í öllum námsgreinum, lestrarstaða, heimanám, næstu markmið sem einblínt verður á.
  • Styrkleikar nemandans, hverjir eru þeir og hvernig nýtast þeir í náminu.

Foreldrar þurfa að skrá sig í viðtalstíma vegna sinna barna hjá viðkomandi umsjónarkennara.

Til að skrá sig þarf að fara inn á Mentor og velja lausar tímasetningar. Opnað er fyrir skráningu í dag 3. október.

Leiðbeiningar um skráningu í foreldraviðtöl má finna á: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM