Foreldrafélagið færir okkur gjafir

Mánudaginn 1. október kom foreldrafélagið enn færandi gjafir til okkar í Sunnulækjarskóla.

Að þessu sinnu komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins í fylgd lögreglu til að færa nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.  Lögregluþjónarnir spjölluðu við börnin um mikilvægi þess að allir sjáist vel nú þegar dimma fer og vetur gengur í garð.

Við kunnum foreldrafélaginu og lögreglunni bestu þakkir fyrir þeirra starf og stuðninginn við skólann og börnin sem hér stunda nám.