Húsfyllir var á fræðslufundi Samborgar sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 16. mars s.l.
Á fundinum fjölluðu Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir um sjálfsmynd barna og hvernig hjálpa má börnum til að þroskast og ná betri árangri.
Bjarni og Kristín reka saman fyrirtækið Út fyrir kassann sem sérhæfir sig í sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir stráka, stelpur og ungt fólk.
Nánar má fræðast um fyrirtæki þeirra á vefslóðinni: http://utfyrirkassann.is