12. sept. Fyrirlestur um einhverfu

Vakin er athygli á fyrirlestri um einhverfu sem haldinn verður í Fjallasal Sunnulækjarskóla næstkomandi miðvikudag 12. september kl. 17:00 – 19:00.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Vanvirkni í einhverfu“.

Ásdís Bergþórsdóttir, forritari og sálfræðingur, kemur og fræðir okkur um Vanvirkni í einhverfu hjá fullorðnum einhverfum einstaklingum.

Fyrirlesturinn er opinn öllum sem hafa áhuga á einhverfu.