Gengið í Reykjadal

Nemendur í 10. bekk ásamt kennurum og nokkrum foreldrum skelltu sér í göngu í Reykjadal þriðjudaginn 18. september. Tilgangur ferðarinnar var að efla tengsl innan hópsins og leyfa nemendum að kynnast utan skólans. Framundan er spennandi og fjölbreyttur vetur hjá krökkunum og því mikilvægt að þau tengist vel og standi saman sem ein heild.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir komu sáttir heim.