Ólympíuhlaup Sunnulækjarskóla

 

Þriðjudaginn 11. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Forveri þess er Norræna skólahlaupið sem hefur verið árlegur viðburður síðan 1984.

Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fara allt frá 1,0 km upp í 2,5 km.

Nemendur ráða sínum hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Metnaðurinn var mikill hjá börnunum og voru margir nemendur sem kláruðu 10 km hlaup sem er frábært.

Stemningin var góð enda lék veðrið við okkur. Spiluð var tónlist til hvatningar á leiðinni og vatnstöðin góða var á sínum stað fyrir hlaupamóða krakka.