Fyrirlestur um tölvufíkn
Hluti af forvaranaráætlun sveitarfélagsins er að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um tölvufíkn og þær hættur sem steðja að ungmennum tengdum ofnotkun á tölvuleikjum og samfélagsmiðlum.
Af því tilefni er nemendum í 8. bekk og foreldrum þeirra boðið á fyrirlestur Þorsteins Kristjáns Jóhannssonar um tölvufíkn.
Fyrirlesturinn verður á skólatíma og er von okkar að foreldrar sjái sér fært að mæta með börnum sínum á fyrirlesturinn kl. 9:50 föstudaginn 19. apríl.